Umboðssala - Algengar spurningar

Algengar spurningar og svör við þeim er kemur að umboðssölu hjá Emarket.is

Sp: Hvaða vörum takið þið við í umboðssölu?
Sv: Við tökum við flestum vörum, svo lengi sem þær passa í það hillupláss sem leigt er og eru ekki með "Best fyrir" dagsetningu

Sp: Er í boði að selja notaðar vörur hjá ykkur?
Sv: Nei, eingöngu er í boði að selja nýjar og ónotaðar vörur

Sp: Hvernig er með ábyrgð á vörum?
Sv: Ábyrgð á vörum miðast við rétt kaupanda til bóta skv. lögum um neytendakaup nr. 48 / 2003
Ef viðskiptavinur lendir í því að fá gallaða vöru sem fellst undir ábyrgð mun slíkt ferli fara í gegn um okkar kerfi sem söluaðili, og munum við í framhaldi sækjast eftir úrbætum hjá þeim sem seldi vöruna hjá okkur í umboðssölu.

Sp: Hvernig er með skilafrest á vörum sem selt er í gegnum Emarket.is?
Sv: Farið er eftir lögum um neytendasamninga nr. 16 / 2016 
Skv. 16. gr. umræddra laga hefur neytandi 14 daga skilafrest á vörum frá því að kaupsamningur er gerður (pöntun er gerð)

Sp: Hvernig eru tímabilin reiknuð hjá ykkur?
Sv: Hvert samnings-tímabil reiknast í 30 daga frá þeim degi sem vara kemur í hús til okkar. Ef vara kemur sem dæmi 20. janúar, þá reiknast 1 mánuður til 20. febrúar.
Greitt er síðan fyrir seldar vörur út frá heilum almanaks-mánuði, frá 1. hvers mánaðar til síðasta dag mánaðar (sem dæmi 1. janúar til 31. janúar) og fer greiðsla fram í þriðju viku mánuðinn eftir.

Sp: Hvernig er gert upp?
Sv: Í þriðju viku hvers mánaðar tökum við saman hve mikið seldist af þínum vörum mánuðinn á undan og sendum þér yfirlit yfir slíkt. Þú skrifar síðan út reikning á okkur og setur á þann reikning það kaupverð sem um er samið eða fullt verð með 15% afslætti, hvort sem við á hverju sinni og við millifærum inn á þig fyrir þeim vörum sem seldust.

Sp: Afhverju er greitt út í þriðju viku hvers mánaðar?
Sv: Það er gert til þess að koma í veg fyrir flækjustig tengd skilafrest viðskiptavina.
Ef að viðskiptavinur pantar sem dæmi vöru 30. janúar, hefur hann 14 daga skilafrest, eða til 13. febrúar skv. 16. gr. laga nr. 16 / 2016, og kemur þetta í veg fyrir óþarfa umstang í kringum innheimtu á endurgreiðslu frá samstarfsaðila sem er með umrædda vöru í umboðssölu hjá okkur.

Sp: Get ég framlengt tímabilinu mínu?
Sv: Já það er hægt að framlengja ef að ekki er búið að bóka nýjann söluaðila á þína hillur í framhaldi af þínu tímabili.

Sp: Er hægt að leigja meira en eina hillu í einu?
Sv: Já það er hægt, en þó að hámarki þrjár hillur sökum takmarkaðs pláss hjá okkur.

Sp: Hvernig bóka ég hillupláss hjá ykkur?
Sv: Þú einfaldlega sendir okkur tölvupóst á info@emarket.is

Sp: Hvað ef vörurnar mínar seljast ekki?
Sv: Það er ávallt viss áhætta sem fylgir umboðssölu að vörur seljist ekki eða seljist illa, bæði fyrir okkur og þann sem við seljum fyrir. Við ábyrgjumst ekki að vörur seljist ekki eða seljist illa, en við fylgjumst vel með og aðstoðum þig við að finna út hvað hægt er að gera til þess að snúa því við.
Mikilvægt er að hafa vörur skynsamlega verðsettar sem dæmi.

Sp: Verð ég að vera með fyrirtæki til þess að selja vörur hjá ykkur?
Sv: Nei, en þú verður að geta skrifað út reikning sem einyrki fyrir þeim vörum sem seljast hjá okkur. Ef þú ert ekki á VSK Skrá þá skrifar þú út verð vöru án vsk. en við munum ávalt þurfa að greiða vsk. af þeim sölum sem fara fram í gegnum okkar síðu.

Sp: Get ég skipt út vörum í miðju tímabili?
Sv: Já en því gæti fylgt smá auka kostnaður vegna aukinnar vinnu við uppfærslu á vefverslun.

Sp: Hver býr til vörulýsingu og myndir fyrir vörurnar í vefverslun?
Sv: Það er undir þér komið að útvega vörulýsingu og myndir.
Við munum senda þér skjal sem þú fyllir út fyrir hverja vöru þar sem óskað er eftir grunn upplýsingum um hverja vöru ásamt mynd af vöru.

Sp: Hvernig þurfa myndir að vera uppsettar?
Sv: Myndir þurfa að vera í góðum gæðum. þær þurfa að vera þín eign (ekki stolnar af netinu) og þarf bakgrunnur mynda að vera hvítur nema um annað sé sérstaklega samið fyrirfram.
Stærð á myndum skal vera 600x600px
Format: JPG
Hámarks skjalastærð: 150kb.
Við getum hjálpað þér með myndirnar frá A-Ö gegn vægu gjaldi.