Umboðssala

Emarket.is býður upp á umboðssölu á vörum fyrir einyrkja sem og fyrirtæki.

Ert þú með vöru sem þig langar til þess að ná meiri útbreiðslu á?
Umboðssala er hagkvæm leið til þess að auka sölu, sýnileika og tímasparnað.

Ferlið er einfalt

  • Þú kemur vörunni til okkar á þinn kostnað
  • Þú útvegar okkur lýsingu á vörunni sem og myndum
  • Við setjum vöruna upp í vefverslun
  • Við geymum vöruna í vöruhúsi okkar
  • Viðskiptavinur pantar vöruna
  • Við greiðum þér fyrir vöruna sem seldist mínus þóknun
  • Við lok tímabils sækir þú afgangs lager eða við sendum þér hann á þinn kostnað

Við bjóðum upp á tvær þjónustuleiðir fyrir umboðssölu í vefverslun okkar.

Þjónustuleið A: Hilluleiga

  • Þú greiðir mánaðargjald fyrir hillupláss í vöruhúsi okkar
  • Þú ræður söluverðinu
  • Þú stendur skil af kostnaði við að koma vörum til okkar og aftur til baka eftir að tímabili líkur
  • Vörur verða að vera nýjar og ónotaðar
  • Við sjáum um sölu og afhendingu
  • Við tökum 15% þóknun af hverri sölu
  • Uppgjör í þriðju viku hvers mánaðar fyrir fyrri mánuð
    (gert til þess að koma í veg fyrir vandamál tengd lögbundnum 14 daga skilafresti)
  • Við áskiljum okkur rétt til þess að framlengja ekki leigutímabili
  • Takmarkað magn af hilluplássi í boði
  • Einungis er hægt að framlengja tímabili ef að pláss er laust í framhaldinu.

Verð fyrir hálfa hillu: 60x50x44 (L x D x H)

  • 1 mánuður: 5.000 kr. +vsk
  • 3 mánuðir: 13.500 kr. +vsk (10% afsl.)
  • 6 mánuðir: 24.000 kr. +vsk (20% afsl.)
  • Hver mánuður umfram 6 mánuði: 4.000 kr. +vsk

Verð fyrir heila hillu: 120x50x44 (L x D x H)

  • 1 mánuður: 9.000 kr. +vsk
  • 3 mánuðir: 24.300 kr. +vsk (10% afsl.)
  • 6 mánuðir: 43.200 kr. +vsk (20% afsl.)
  • Hver mánuður umfram 6 mánuði: 7.200 kr. +vsk

Þjónustuleið B: Án hilluleigu

  • Við gerum með okkur samkomulag um innkaupaverð
  • Innkaupaverð eingöngu greitt á seldum vörum
  • Við ákveðum söluverð í sameiningu
  • Þú stendur skil af kostnaði við að koma vörum til okkar og aftur til baka eftir að tímabili líkur
  • Vörur verða að vera nýjar og ónotaðar
  • Uppgjör í þriðju viku hvers mánaðar fyrir fyrri mánuð.
    (gert til þess að koma í veg fyrir vandamál tengd lögbundnum 14 daga skilafresti)
  • Takmarkað pláss í boði hverju sinni
  • Við áskiljum okkur rétt til þess að taka vörur úr sölu með viku fyrirvara

Annar kostnaður og aukaþjónusta

  • Skráningarvinna á hverri vöru í vefverslun: 500 kr. +vsk 
    ( tvær skráningar fylgja með hilluleigu óháð tíma)
  • Myndataka og myndvinnsla: 2.000 kr. +vsk pr. mynd
    ( Þú átt myndina sem við vinnum)
  • Ein vara í markaðssetningu: 2.000 kr. +vsk
    ( tvær vikur á forsíðu Emarket.is, einn venjulegur póstur á facebook, einn venjulegur póstur á instagram og vara sent út í markaðspósti ásamt öðrum vörum og fréttum)
  • Keyptar auglýsingar fyrir vöru á samfélagsmiðlum eða öðrum miðlum: Samkomulag
  • Afhending á vörum fyrir vörueiganda á vörum sem ekki voru seldar í gegnum vefverslun Emarket.is: 
    Sótt: 500 kr. +vsk
    Heimsent Akureyri: 1.000 kr. +vsk

Varðandi vöruábyrgð

  • Ábyrgð á vörum miðast við rétt kaupanda til bóta skv. lögum um neytendakaup nr. 48 / 2003
    Ef viðskiptavinur lendir í því að fá gallaða vöru sem fellst undir ábyrgð mun slíkt ferli fara í gegn um okkar kerfi sem söluaðili, og munum við í framhaldi sækjast eftir úrbætum hjá þeim sem seldi vöruna hjá okkur í umboðssölu.

Skilmálar og algengar spurningar