Skilmálar

Skilmálar Emarket er sem hér segir

Við hjá Emarket ásetjum okkur það markmið að veita viðskiptavinum okkar persónulega og góða þjónustu.
Með því að panta hjá okkur samþykir þú skilmála þessa!
Hér koma upplýsingar um þá skilmála sem verslunin gefur sér.
Hafir þú einhverjar spurningar þá svörum við fyrirspurnum á info(at)emarket.is

Aldurstakmark
Í vefverslun Emarket gætu verið seldar vörur sem hafa ákveðið aldurstakmark.
Við áskiljum okkur rétt til þess að biðja fólk um sönnun um aldur með framvísun löggildra skilríkja með mynd við afhendingu á slíkum vörum. 
Sé aldurstakmark á vöru er slíkt tekið skírt fram við viðkomandi vöru.
Aldurstakmark er ein af ástæðum þess sem beðið er um kennitölu þegar gengið er frá pöntun.

Vafrakökur og persónuvernd
Emarket.is notast við vafrakökur (Cookies) til þess að bæta virkni síðunnar gagnvart þér þar sem slíkt á við. Með því að nota þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum.

Allar upplýsingar sem mögulega eru geymdar um þig eða þína notkun eru með öllu trúnaðarmál og munu aldrei vera afhentar þriðja aðila.

Einu skiptin þar sem að þriðji aðili fær einhverjar upplýsingar úr okkar kerfi um viðskiptavin er þegar að verið er að greiða fyrir vöru, Þá sendir kerfið upplýsingar um þig í örugga greiðslugátt þess þjónustuaðila sem þú velur að greiða með svo hægt sé að tengja pöntun og greiðslu saman.
Allir þjónustuaðilar okkar vinna eftir ströngum öryggis og trúnaðar reglum.

Skráir þú þig á póstlista þá munu þínar upplýsingar vistast í kerfi þess þjónustuaðila sem við notumst við hverju sinni (Mailchimp) í þar til gerðum lista.
Mailchimp vinnur eftir ströngustu reglum persónuverndarlaga og munu upplýsingar þínar aldrei vera vísvitandi afhentar þriðja aðila af okkur né Mailchimp.

Persónuverndar stefnu okkar má finna hér: Persónuvernd

Afhendingar á pöntunum
Emarket býður upp á gott úrval af afhendingarleiðum og sendum við pantanir hvert sem er á landinu.

Þegar vara er komin í hendur Íslandspósts er hún komin úr okkar ábyrgð en við aðstoðum viðskiptavini eftir okkar besta megni ef að sending tapast eða skemmist á leiðinni.

Emarket kappkostar við að koma öllum sendingum í póst samdægurs, en berist pöntun eftir klukkan 15:30 að staðartíma á virkum dögum eða um helgar og á helgidögum, fer hún í póst næsta virka dag.

Afhendingartími fer eftir ferli Íslandspósts, sem gefur sér allt að 3 daga fyrir sendingar innanlands.
Emarket ábyrgist ekki tafir á sendingum, en slíkt er á ábyrgð Íslandspósts hverju sinni.

Einnig er hægt að fá sendingu heimkeyrða innan póstnúmera 600 og 603 á Akureyri sem og sækja pöntun til okkar í vöruhús á Akureyri.

Frekari upplýsingar um afhendingarleiðir má finna hér: Afhendingar

Greiðslur í vefverslun
Allar greiðslur fara fram í gegnum öruggar greiðslugáttir og geymir Emarket ekki neinar kortaupplýsingar eða lykilorð.
Þú getur valið um að greiða með eftirfarandi leiðum
1. Kredit-/Debetkort – Greitt í gegnum örugga gátt Kortaþjónustunar með annaðhvort kreditkorti eða debetkorti
2. Millifærsla – Þú millifærir fyrir pöntuninni inn á reikning okkar. 
Hafi greiðsla á innlendum pöntunum ekki borist innan 24 klst. frá  því að pöntun er gerð verður hætt við pöntunina. 

Pantanir fara aldrei úr húsi fyrr en millifærsla er staðfest.

Öll verð í vefverslun Emarket eru birt með fyrirvara um villur.
Ef vara er á röngu verði vegna kerfisvillu, mannlegrar mistaka  eða annara ásætæðna áskiljum við okkur rétt til þess að hætta við pöntun.

Hætta við pöntun: 
Viljir þú hætta við pöntun sem gerð var í gegnum vefverslun þá þarf að hringja í okkur eða senda tölvupóst varðandi það.
Við endurgreiðum vöruna að fullu ef hún hefur ekki farið úr húsi, en ef varan hefur verið send af stað fæst hún endurgreidd þegar viðskiptavinur hefur sent hana til baka til okkar.
ATH að ef hætt er við pöntun eftir að vara er send af stað fæst hún ekki endurgreidd að fullu heldur er upphæðin endurgreidd mínus fullur sendingarkostnaður. Viðskiptavinur borgar einnig kostnað af endursendingu til okkar.

Skilafrestur: 
Viðskiptavinir hafa 14 daga frá kaupdegi til þess að skila eða skipta vöru, eingöngu ef hún er ónotuð í óopnuðum pakkningum og pakkningar heilar. 
Nauðsynlegt er að sýna fram á kvittun ef skila á vöru. Ekki er nóg að vera með millifærslu upplýsingar eða aðrar greiðslu upplýsingar. Eingöngu fæst skilað gegn kvittun.
Innan 14 daga fæst varan endurgreidd að fullu miðað við greidda upphæð skv. kvittun, mínus allur sendingarkostnaður ef við á.
Einnig er hægt að óska eftir annari vöru í skiptum og mismunur endurgreiddur eða greiddur til okkar, hvort sem við á hverju sinni.
Eftir 14 daga fæst vöru ekki skilað né skipt

ATH! Ekki er hægt að skila né skipta ferskvöru né öðrum vörum sem eru að jafnaði með stuttan endingartíma.
Ekki er hægt að skila né skipta sérpöntunum eða útsöluvörum!

Villur, gallar og önnur ávöxtun vara

1. Ef við afhendum ranga vöru þá skal hafa samband við okkur innan 14 daga. Viðskiptavinur skal senda vöruna til baka til okkar óopnaða á okkar kostnað og við sendum á okkar kostnað rétta vöru til viðskiptavinar. Það er á ábyrgð viðskiptavinar að athuga hvort rétt vara sé afhend áður en vara er tekin úr pakkningu.

2. Ef upp kemur framleiðslugalli í vöru innan 3 mánaða frá kaupdegi, vara er afhend gölluð eða reynist gölluð við fyrstu notkun, skal hafa samband við okkur strax og galli kemur í ljós. Við skoðum vöruna og metum hvort um sé að ræða framleiðslugalla, sem þá flokkast undir ábyrgð, eða utanaðkomandi skemmd svosem eftir högg, raka, ranga meðferð og þessháttar.
Reynist vera um framleiðslugalla að ræða fæst henni skipt fyrir sömu vöru eftir skoðun hjá okkur. Ef eins vara er ekki til á lager fæst sambærileg vara afhent. 

3. Ef viðskiptavinur telur vöru gallaða þurfum við að fá hana í hendurnar til skoðunar. Reynist vara ekki gölluð við skoðun hjá okkur þá er vara endursend á kostnað viðskiptavinar.

4. Í einhverjum tilfellum gætum við óskað eftir því að vara sé send til þjónustuaðila viðkomandi vöru hér á landi til skoðunar og afgreiðslu ábyrgðarmála.

5. Ef varan virkar ekki með „Þinni“ vöru sem ekki er keypt hjá okkur en virkar á okkar vörum, telst það ekki galli á okkar vörum / seldri vöru. 

6. VIð getum ekki ábyrgst brotin gler eða vörur sem sjáanlegt tjón er á, svosem rispur, höggskemmdir, rakaskemmdir og þesshátar.

7. Mjög mikilvægt er að geyma kvittun frá vefverslun og alla kassa utan af vörum svo hægt sé að vinna með ábyrgðarmál. Sé kassi og kvittun ekki til staðar þá er oft lítið hægt að gera í ábyrgðarmálum.

8. Til að skila til okkar vöru vegna ábyrðgarmála þarf að senda hana til okkar vel innpakkaðri í A pósti á þinn kostnað.
Vinsamlegast hafið samband við okkur áður en vara er send til okkar!
Vörunni þarf að fylgja upprunalega kvittun, kennitölu, fullt nafn og símanúmer.  Mjög mikilvægt er að hafa kassan utan af vörunni með, bæði kassa og pakkningu utan um kassann ef á við, t.d. ef vara er með pappa húð utanum kassann með mynd og upplýsingum um vöru.
Upplýsingar skulu fylgja með sem útskýra hver ástæða endursendingar er.
Við berum ekki ábyrgð á glötuðum sendingum sem verið er að senda til okkar.
Viðskiptavinur greiðir kostnað á sendingum á vörum til okkar en reynist gallinn flokkast undir ábyrgðargalla verður sendingarkostnaðurinn endurgreiddur.
Reynist vara ekki gölluð sendum við vöruna til baka á kostnað viðskiptavinar.

9. Viðskiptavinnir sem reyna að skila klónuðum vörum, þ.e. vörum sem eru eftirlíkingar eða vörum sem ekki eru keyptar hjá okkur og ekki gerðar af framleiðendum sem við styðjum og seljum frá, munu fá vöruna endursenda til sín á eigin kostnað, og þeir viðskiptavinir munu ekki lengur fá að versla við okkur.
Slík máli eru meðhöndluð sem vörusvik samkvæmt lögum.

Ágreiningsmál

Komi upp ágreiningur milli seljanda og kaupanda getur kaupandi óskað eftir því að málið verði tekið til skoðunar hjá þriðja aðila, svonefndum útskurðaraðila.
Kaupandi þarf að óska eftir því beint til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem tekur málið fyrir.

Útskurðaraðili
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa
www.kvth.is
Borgartún 21
105 Reykjavík

Annað

Við fögnu ábendingum varðandi skilmála þessa og viljum ávalt veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustuna.
Ef það er eitthvað sem þér finnst vera ósanngjarnt eða óskýrt í skilmálum þessum þá skalt þú endilega hafa samband við okkur.

Skilmálar þessir geta tekið breytingum án fyrirvara.