Umboðssala - Skilmálar

Emarket.is (Icevape ehf. kt: 5910160160), hér eftir nefnt Emarket, endursöluaðili eða þjónustuaðili, gerir hér með skilmála gagnvart hverjum þeim sem kann að notfæra sér umboðssölu á vefnum Emarket.is til þess að selja vörur á einn eða annan hátt í gegn um Emarket.is vefverslunina, hér eftir nefnt samstarfsaðili eða vörueigandi.

Emarket.is ábyrgist að halda vörum til haga fyrir vörueiganda í vöruhúsi okkar á Akureyri og eru vörur alfarið eign samstarfsaðila þar til vara hefur verið pöntuð og greitt fyrir hana af neytanda.
Vara sem sett er í umboðssölu er aldrei eign Emarket

Emarket ábyrgist einnig að greiða vörueiganda samkvæmt þjónustuleið fyrir hverjar þær vörur sem seljast meðan að þjónustutímabil stendur yfir.
Greiða skal vörueiganda fyrir hverja selda vöru yfir hvern heilan mánuð, eigi síður en fyrir lok þriðju viku næsta mánaðar.

Samstarfsaðili ábyrgist að vörurnar séu hans eign, að þeim hafi verið aflað með lögmætum hæltti og að vörueiganda og þjónustuaðila sé heimilt að selja umrædda vöru í samræmi við lög og reglur sem á Íslandi gilda hverju sinni.

Samstarfsaðili ábyrgist að fylgja lögum um neytendasamninga nr. 16 / 2016 er kemur að ábyrgðarmálum vegna galla í vörum sem eru í umboðssölu hjá endursöluaðila. 
Emarket fer með milligöngu í þeim málum nema neytandi óski sérstaklega eftir því að eiga beint við samstarfsaðila.

Vörueiganda er frjálst að rifta samning án endurgreiðslu á hilluleigu með minnst viku fyrirvara hvort sem um þjónustuleið A eða þjónustuleið B er að ræða.
Emarket

Emarket er frjálst að rifta samning með viku fyrirvara, hvort sem um þjónustuleið A eða þjónustuleið B er að ræða, og ber Emarket að endurgreiða í þeim tilfellum fyrir básaleigu, hlutfallslega fyrir ónotaða daga, ef slíkt á við.

Emarket áskilur sér rétt til þess að neita sölu á vörum, hver sem ástæða fyrir þeirri ákvörðun kann að vera.

Emarket áskilur sér rétt til þess að senda óseldar vörur sem eru í eigu vörueiganda til baka á kostnað vörueiganda þegar að samning er lokið.

Emarket ber ekki ábyrgð á því hvort að vörur sem sendar eru til eða frá vöruhúsi við upphaf eða enda samnings eða vörur sem seldar eru til neytenda, skili sér á leiðarenda. Slíkt er alfarið á ábyrgð þess fyrirtækis sem afgreiðir sendinguna hverju sinni.
Emarket ber þó fulla ábyrgð á því að vörur skili sér til viðskiptavina þegar um er að ræða heimkeyrslu á Akureyri, sem og að vörur skili sér vel innpakkaðar til þess fyrirtækis sem afgreiðir sendinguna hverju sinni.

Vörueigandi skal standa skil á öllum sendingarkostnaði á vörum sem setja á í umboðssölu hjá þjónustuaðila sem og sendingarkostnaði þegar vörur eru sendar aftur til vörueiganda eftir að þjónustutímabili líkur.

Emarket skal standa skil á öllum sendingarkostnaði á seldum vörum til neytenda, hvort sem það sé gegn greiðslu neytanda eða ekki.

Óski vörueigandi eftir því að þjónustuaðili afhendi vörur sem ekki eru verslaðar í gegnum vefverslun emarket.is, skal greiða þjónustugjald fyrri slíkt skv. verðskrá nema sérstaklega er samið um annað.

Teljast tölvupóst samskipti vörueiganda og þjónustuaðila þar sem þjónusta er samþykkt vera samþykki fyrir skilmálum þessum svo lengi sem þjónustuaðili vitnar í umrædda skilmála í þeim tölvupóst samskiptum.

Skilmálar þessir geta tekið breytingum án fyrirvara.

Skilmálar samþykktir: 05.02.2021