Okkur langar að leyfa þér að kynnast okkur!

Hvað er Emarket?

Emarket er verslun á netinu sem hefur það að markmiði að bjóða upp á fjölbreitt vöruúrval á hagstæðu verði fyrir alla, sama hvort þú býrð á Íslandi eða úti í heimi!

Hvernig vörur?

Alla daga erum við að leitast eftir nýjum vörum sem við getum boðið okkar viðskitpavinum upp á.
Við seljum töluvert af sælgæti, raftækjum, hreinlætisvörum og ýmsu öðru!

Hvar er Emarket?

Emarket er eingöngu með verslun á netinu, og er vöruhús okkar staðsett á Akureyri, nánar tiltekið í Njarðarnesi 6.
Viðskiptavinum okkar stendur til boða að sækja vörur til okkar á Akureyri beint í vöruhúsið okkar.

Okkar markmið

Okkar markmið er að geta boðið viðskiptavinum okkar, sama hvar þeir eru í heiminum, hágæða vörur á hagstæðu verði á sama tíma og við útfærum vefverslunarþjónustu yfir í aðeins persónulegri viðskipti.

Þjónusta

Við erum hér fyrir þig. Það er okkar slagorð!
Það er okkur fyrir öllu að viðskiptavinir okkar gangi sáttir frá viðskiptum sínum við Emarket og komum við því til móts við þig eins vel og mögulega er hægt hverju sinni.

Opnunartími

Vefverslunin er augljóslega alltaf opin.
Vöruhúsið og skrifstofa er opin alla virka daga frá klukkan 09:00 til 16:00
Ef svo vill til að við þurfum að skjótast frá þá erum við aðeins símtali í burtu!

Starfsfólk Emarket er hér fyrir

Hjalti

Hæhæ, ég heiti Hjalti og er stofnandi Zenon ehf.
Í dag er ég annar eigandi fyrirtækisins og þar með annar eigandi vefsíðunnar Emarket.is

Ég hef verið í fyrirtækjarekstri allt frá árinu 2015  þegar ég hætti að vinna við mitt iðnnám, en ég er bifvélavirki að mennt. 

Í dag rek ég 2 fyrirtæki og hlakkar mig til þess að veita þér persónulega og góða þjónustu hér líkt og ég hef sett mér að gera í öllum þeim verkefnum sem ég hef tekið mér fyrir hendur.

Ragnar

Sæl veriði, ég heii Ragnar og er meðeigandi í Zenon ehf,
Ég keypti mig inni í fyrirtækið fljótlega eftir að Hjalti stofnaði það og er þá einnig annar eigandi þessara vefsíðu Emarket.is

Ég sjálfur hafði ekki verið í neinum fyrirtækjarekstri fyrr en ég kom inn í þann heim með Hjalta árið 2018. En það hefur sannarlega verið mikið ævintýri hingað til!

Ég met það mikils að hver kúnni fái persónulega og góða þjónustu og alla þá aðstoð sem hann þarf við að versla hjá okkur.

Sagan okkar

Hugmyndin að vefsíðunni hófst sem einföld nammibúð á netinu og átti upphaflega að heita nammiland.is
Sú vefsíða átti að sérhæfir sig í sölu á hinum ýmsu sæglæti víðsvegar að úr heiminum.
Hugmyndin kom snemma árs 2019 en sat ávalt á bið sökum annara verkefna.
Það var svo í janúar 2020 sem við ákváðum að skella okkur út í djúpu laugina og stofna þessa síðu.

Í upphafi febrúar 2020 hófumst við handa við að ná samningum við birgja, bæði hér heima sem og erlendis frá. 
Einnig byrjuðum við á vefsíðugerð hafin snemma í febrúar 2020.

Í lok febrúar 2020 tókum við síðan smá uppfærslu á þessa hugmynd og ákváðum að sameina síðuna nammiland.is
við aðra vefverslun sem var í okkar eigu sem hét AKTækni.is ásamt því að ákvörðun var tekin að bjóða upp á 
vöruafhendingar hvar sem er í heiminum sem er mikið stærra verkefni heldur en við höfum áður lagt í!

Augljóslega var þá ekki veglegt að notast við Nammiland.is nafnið og selja þar rafhlöður, vasaljós og fleiri raftæki.
Tók því við mikill hausverkur hjá okkur í að finna nýtt nafn.

Við ákváðum að auka vöruúrvalið töluvert umfram það sem fyrir var og við tók gífurleg vinna í endurhönnun, finna fleiri birgja og koma síðunni í loftið!

Það var svo í mars 2020 sem vefverslunin var svo loksins opnuð undir nafninu Emarket.is

Skráðu þig á póstlista!

Einstaka sinnum tökum við okkur saman og sendum út auglýsingapóst til þess að tilkynna okkar viðskiptavinum um nýjar vörur og tilboð.